Ísl 403



 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísl 403

Bókmenntasaga
1550 – 1750
Upplýsing
Rómantík
Raunsæi

 

 

Rómatík
Bjarni Thorarensen

Bjarni hefur mikla sérstöðu vegna afstöðu sinnar til náttúru Íslands og þeirrar skoðunar að erfiðleikar herði menn.

Veturinn

1. Hver er sá er ríður svo geyst á gullinbrúvu? Hvers konar einstaklingur er þessi persónugervingur? Og hvernig eru eiginleikar hans dregnir fram á myndrænan hátt í tveimur fyrstu erindunum?

2. Hvaðan kemur hann og hvað einkennir þann stað samkvæmt kvæðinu?

3. „Afl vex því öflga“ stendur í 5. erindi. Útskýrið merkingu þessara orða og finnið aðra staði í kvæðinu sem styðja þessa fullyrðingu.

4. Tvisvar faðmar hann jörðina. Hverju er verið að lýsa?

5. Endursegið í stuttu máli með ykkar eigin orðum efni kvæðisins.

Sigrúnarljóð (sleppa)

Ástin er eilíf. Finnið minnst tvö dæmi um að mælandi ljóðsins sé þessarar skoðunar.

Stjörnuskoðarinn (sleppa)

Hverjar eru þær tvær stjörnur sem eru fegurri en Blástjarnan? – Blástjarnan er Vega sem sést snemma á kvöldhimni í vesturátt, er nokkurn veginn í 45% í hávestur um náttmál.

Kysstu mig aftur

Hvers vegna vill hann að hún kyssi hann aftur, hvað liggur að baki þeirri ósk og hvernig tengist það rómantískri hugsun?

Oddur Hjaltalín

1. – 3. erindi: Hvers vegna á ekki að ámæla Oddi þó orð hans hneyksli suma? Hvernig kemur myndin í 1. erindi inn í röksemdarfærsluna?

4. – 5. erindi: Hvernig var líf Odds?

6. – 7. erindi: Hvað í fari Odds er skýrt í þessum erindum og hvaða mynd er notuð til að skýra það?

8. erindi: Hvernig líður sál Odds í þessu erindi og hvers vegna?

9. erindi: Útskýrið og túlkið myndina í lokaerindinu.

Kossar

Hvað í ljóðinu er sameiginlegt með Kysstu mig aftur? Hvað skilur þau að?

© Kristinn Kristjánsson