Eddukvæði

Eddukvæðin eru að mestum hluta aðeins varðveitt í einu handriti sem nefnt er Konungsbók Eddukvæða eða á latínu Codex Regius af því að það var lengi varðveitt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Brynjólfur biskup Sveinsson sendi konungi bókina 1662 og var hún afhent vorið 1971 ásamt Flateyjarbók. Voru þetta fyrstu handritin af um 1800 sem voru flutt til Íslands frá Danmörku.
Konungsbók var lengi nefnd Sæmundar-Edda af því að menn héldu ranglega að Sæmundur fróði í Odda hefði tekið bókina saman. Í bókina var safnað kvæðum sem höfðu lifað öldum saman í munnlegri geymd en voru færð í letur á Íslandi á 12. og 13. öld. Í fyrra hluta Eddu eru kvæði um hina heiðnu norrænu guði en í seinna og stærra hlutanum eru hetjukvæði. Frægust goðakvæðanna eru Hávamál, heilræða- og spekiljóð sem lögð eru í munn Óðni, og Völuspá sem birtir í skáldlegum leiftursýnum heimsmynd og heimssögu hinnar fornu trúar.
Hetjur þær sem frá er sagt í Eddu lifðu suður í Evrópu á fyrra hluta miðalda, og eru sumar þeirra nafnkenndar svo sem Atli Húnakonungur (Attila, d. 453) og Jörmunrekur konungur Gota (Ermanrik, d. 376). Aðrir eru ekki kunnir í jarðneskum veruleika þótt kvæðin telji þá mesta konunga, svo sem Sigurður sem drap orminn Fáfni og náði undir sig gulli hans.

 

Konungsbók Eddukvæða, GKS 2365 4to.

Skinnbók skrifuð seint á 13. öld af óþekktum skrifara. Í bókinni eru 45 blöð. Um uppruna hennar og feril að öðru leyti er ekkert vitað fyrr en Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup letraði á hana einkennisstafi sína og ártalið 1643. Þá voru týnd úr henni 8 blöð eða eitt kver. Niðurlag Sigurdrífumála, sem hafa endað fremst í þessu glataða kveri, er varðveitt í uppskriftum, en annars eru kvæðin sem staðið hafa á þessum blöðum nú hvergi til. Þó má ráða í efni þeirra, einkum af endursögn í Völsunga sögu sem var samin meðan þau voru enn þekkt.

Konungsbók er elsta og merkasta safn eddukvæða sem varðveist hefur og frægust allra íslenskra bóka. Kvæðin í henni skiptast í tvo aðalflokka. Í fyrra hluta bókarinnar eru kvæði um heiðin goð, en í síðara hlutanum kvæði um fornar germanskar hetjur. Fremst er skipað Völuspá, yfirlitskvæði sem birtir í leiftursýnum heimsmynd og heimssögu ásatrúar. Um svipað efni fjalla Vafþrúðnismál og Grímnismál sem koma litlu síðar í handritinu, og vitnar Snorri Sturluson til þessara þriggja kvæða í frásögn sinni af goðafræðinni í Snorra-Eddu. Milli Völuspár og Vafþrúðnismála eru Hávamál sem lögð eru Óðni í munn, siðakvæði og heilræða, sett saman úr mörgum sjálfstæðum þáttum.

Á eftir Grímnismálum koma önnur goðakvæði sem öll fjalla um einstaka viðburði í lífi goðanna. Nefna má meðal annara Lokasennu, sem lýsir veisluspjöllum Loka hjá sjávarguðinum Ægi, Skírnismál sem greina frá för Skírnis til að biðja Gerðar Gymisdóttur fyrir hönd Freys, með göldrum og formælingum þegar ástarorðin þrýtur, og Þrymskviðu þar sem Þór ekur í jötunheima, dulbúinn sem Freyja, til að heimta hamar sinn, er Þrymur jötunn hefur stolið. Flest eða öll þessi goðakvæði munu hafa verið ort í öndverðu á síðustu öldum heiðni, á Íslandi eða öðrum byggðum norrænna manna, en hafa lifað og mótast á vörum fólks eftir kristnitöku. Bent hefur verið á, að af spássíumerkingum í handritinu megi ráða að sum kvæði í því hafi verið rituð með sömu aðferð og textar sem ætlaðir voru til leikræns flutnings á miðöldum.

Hetjukvæðunum má skipta í flokka eftir efni og aðalpersónum. Fyrst er kveðskapur um Helga Hundingsbana og nafna hans Hjörðvarðsson, þá um Sigurð Fáfnisbana, síðan koma kvæði um Atla Húnakonung og Gjúkunga, og loks kvæði um Jörmunrek konung Gota. Atli og Jörmunrekur eru sögulegar persónur sem lifðu á þjóðflutningatímunum, en Helgi Hundingsbani og Sigurður verða ekki fundnir með vissu í veruleikanum og kvæðin hafa ekkert gildi sem heimildir um sögulega atburði. Flokkarnir tengjast saman með skyldleika og mægðum fólksins. Kvæðin eru misgömul að uppruna og endurspegla ólíkt umhverfi í stíl og efnistökum. Milli goða- og hetjukvæðanna í handritinu standa Völundarkviða og Alvíssmál og fer vel á því þar eð persónur þeirra eru á milli tveggja heima, hvorki goð menn.

 

Dróttkvæði

Dróttkvæði eru önnur aðalgrein íslenskra fornkvæða, við hlið Eddukvæða, en eru miklu formfastari en þau, fjalla um samtímann eða nýliðna viðburði og eru eignuð nafnkenndum skáldum. Dróttkvæði hafa líklega fyrst verið ort af norrænum skáldum á seinna hluta 9. aldar en kvæðagreinin blómgaðist síðan einkum í höndum íslenskra skálda. Þegar ungir Íslendingar komu til annarra landa gengu þeir á fund jarla og konunga og fluttu þeim lofkvæði en þágu að launum fé og vegsemdir. Í annan stað vörpuðu skáldin fram vísum við ýmis tækifæri, og er fjöldi slíkra lausavísna varðveittur í sögum.
Mestur allra dróttkvæðaskálda var Egill Skallagrímsson sem uppi var á 10. öld. Egill er aðalhetja í sögu sem um hann var rituð á fyrra hluta 13. aldar og segir þar að hann hafi í æsku ort um að "fara á brott með víkingum". Honum varð að ósk sinni er hann hafði aldur til. Um ferðir sínar og vígaferli orti hann fjölmargar lausavísur, hlaðnar meitluðum líkingum. Þegar fjandmaður hans, Eiríkur konungur blóðöx, ætlaði að lífláta hann í Jórvík á Englandi, leysti hann höfuð sitt með því að yrkja á einni nóttu lofdrápu um konunginn undir nýstárlegum bragarhætti. Er það kvæði réttilega nefnt Höfuðlausn. Frægasta kvæði Egils er þó Sonatorrek sem hann orti um tvo sonu sína er hann hafði misst með sviplegum hætti.

 

.

Hér fylgir stuttur kafli um Sighvat Þórðarson skáld. Ævi hans og verk eru dæmigerð fyrir hlutverk skálds við konungshirð

Sighvatur Þórðarson (995 – um 1047) var íslenskt skáld. Faðir hans hét Þórður Sigvaldaskáld og var hann með Ólafi digra Haraldssyni í víkingaferðum. Sighvatur var fóstraður við Apavatn, og er sagður hafa fengið skáldíþrótt sína með því að borða höfuð viskufiska úr vatninu í bernsku. Hann var eitt helsta skáld Íslendinga á 11. öld og er meira varðveitt af kveðskap hans en nokkurs annars samtímaskálds.

Sighvatur gerðist hirðskáld og höfuðskáld Ólafs konungs Haraldssonar og var jafnframt stallari hans. Hann var þó ekki í orrustunni á Stiklastöðum með konungi því þá hafði hann farið í suðurgöngu til Rómar og var á heimleið þegar hann frétti fall konungs. Hann var einnig um tíma hirðskáld Knúts ríka, Magnúsar góða og Önundar Svíakonungs. Flest varðveittra kvæða hans eru lofkvæði sem róma dáðir konunganna. Elstar eru Víkingavísur, líklega ortar um 1015, þar sem sagt er frá víkingaferli Ólafs konungs fram til þess tíma. Í kjölfarið komu Nesjavísur, þar sem Sighvatur lýsir sjóorrustu milli Ólafs og Sveins Hákonarsonar árið 1016 en Nesjaorrusta skipti sköpum í baráttu Ólafs til að komast í hásætið í Noregi.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/83/Olav_den_helliges_saga_CK8.jpg/220px-Olav_den_helliges_saga_CK8.jpg  Ólafur helgi/digri réttir Sighvati sverð að skáldalaunum

Samkvæmt því sem segir í Heimskringlu var það Sighvatur sem valdi Magnúsi góða nafn og kom þar með Magnúsarnafninu inn í norræna nafnahefð. Móðir drengsins, frilla Ólafs konungs, ól hann að næturlagi og var honum ekki hugað líf, svo ákveðið var að skíra hann strax, en konungur var sofandi. Sighvatur taldi áhættuminna að velja barninu nafn en vekja konung og var drengurinn skírður. Þegar Ólafur vaknaði brást hann reiður við og spurði: „Hví léstu sveininn Magnús heita? Ekki er það vort ættnafn.“ Sighvatur svaraði þá: „Eg hét hann eftir Karla-Magnúsi konungi. Þann vissi eg mann bestan í heimi.“ Þetta svar dugði til að sefa reiði konungsins.

Um Sighvat er það sagt að hann var ekki hraðmæltur maður í sundurlausum orðum, en skáldskapur var honum svo tiltækur, að hann mælti af tungu fram svo sem annað mál. Einna þekktasta kvæði hans er Bersöglisvísur, sem ortar voru sem áminning til Magnúsar konungs góða þegar hann hafði nýtekið við konungdómi og þótti fara offari gegn þegnunum. Konungur hlýddi á ráðleggingar hans og breytti um stefnu.

Verk Sighvats

Það sem varðveist hefur af kveðskap Sighvats er þetta:

·         Víkingavísur, um víkingaferðir Ólafs digra.

·         Nesjavísur, um orrustuna við Nesjar.

·         Austurfararvísur, um ferðalag til Svíþjóðar.

·         Drápa um Ólaf konung.

·         Vesturfararvísur, um ferðalag til Bretlands.

·         Kvæði um Erling Skjálgsson.

·         Flokkur um Erling Skjálgsson

·         Tryggvaflokkur.

·         Kvæði um Ástríði drottningu.

·         Knútsdrápa, í minningu Knúts mikla.

·         Bersöglisvísur, áminning til Magnúsar góða.

·         Erfidrápa Ólafs helga.

·         Lausavísur

·         Brot úr ýmsum kvæðum og vísum.

 

Fræg dróttkvæðaskáld

§  Bragi Boddason, norskt skáld, 9.öld, Ragnarsdrápa um myndir á skildi. Snorra Eddu

§  Þjóðólfur úr Hvini,norskt skáld, 9.öld. Ynglingatal, ættarkvæði um ættmenn Haralds hárfagra

§  Eyvindur skáldaspillir. Norskur, orti Hákonarmál um Hákon góða Aðalsteinsfóstra sem kemur m.a. við sögu í Eglu.

§  Egill Skallagrímsson 10.öld. Orti lof um Eirík konug blóðöx í Höfuðlausn (fyrsta endarím á ísl), orti líka um syni og vin íSonatorreki og Arinbjarnarkviðu.

§  Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld. Hirðskáld Hákonar jarls og Ólafs Tryggvasons. Orti ástarvísur til Kolfinnu sem hann fékk aldrei.

§  Kormákur Ögmundarson. Orti lof af brennandi ást og kvað níð af heipt um konu, Steingerði, og ýmsa atburði í lífi sínu.

§  Þormóður Kolbrúnarskáld. Fóstbræðrasaga um hann, skáld Ólafs helga. Harðjaxl.

§  Sighvatur Þórðarson. Hirðskáld Ólafs helga, orti Bersöglisvísur um Magnús son Ólafs og margt fleira.

§  Arnór jarlaskáld. Hirðskáld í orkneyjum. Hrynhenda (kvæðið) eftir hann, nýr samnefndur bragarháttur.

§  Snorri Sturluson. Snorra-Edda. Skáld og fræðimaður

 

Brageinkenni í dróttkvæðri vísu, vísan er eftir Egil Skalla-Grímsson

·          

·         Ljóðstafir eru sýndir rauðlitaðir

·          

·         Aðalhendingar eru gular

·          

·         Skothendingar eru blágrænar

·          

·          

·         1      Beit-at er brugðum<< skothending/hálfrím

·          

·         2      blár Dragvandill randir<<aðalhending/alrím

·          

·         3      af því eggjar deyfði<<skothending

·          

·         4      Atli fram hinn skammi.<<aðalhending

·          

·         5      Neytti eg afls við ýti<<skothending

·          

·         6       örmálgastan hjörva.<<aðalhending

·          

·         7       Jaxlbróður lét eg ea,<<skothending

·          

·         8       eg bar sauð með nauðum.<<aðalhending

·          

·          

·         Bragarháttur: dróttkvæð lausavísa, dróttkvæður háttur/dróttkvæði. Einkenni eru:  8 braglínur, ljóðstafir eins og sýnt er hér ofan – 2 stuðlar og einn höfuðstafur tengja saman hverjar tvær línur. Rím dróttkvæða er í aðalhendingum og skothendingum og eru aðalhendingar auðþekktar.

·         Aðalhendingar: rím samhljóða og sérhljóða; vandill       randir

·          

·         Skothendingar: rím samhljóða, sömu samhljóð: bróður       ea

·         Ljóðstafir: stuðlar og höfuðstafir

 

·         Skáldamál dróttkvæða einkennist af notkun heita og kenninga.

 

·         Heiti í vísunni: rönd= skjöldur ýtir = maður , hjör = sverð, ver = maður, höldur = stórbóndi

·          

·         Hvað er heiti? gömul orð sem eingöngu eru í gömlum skáldskap.

·          

·         gumi, halur, ver, firar  = karlar

·          

·         svanni, hrund, sprund, drós, fljóð = konur

·          

·         Kenningar í vísunni: Dragvandill = sverð, sérnafn

·         örmálgastur hjörva ýtir = málglaðastur sverða maður/ málgefinn hermaður. Hjör er sverð og ýtir er maður sem ýtir

 

·         jaxlbróðir = bróðir jaxla= tennur

 

·         Hvað er kenning? Það smíða kenningu var leikur því smíða myndmál eða myndlíkingu. Bestu skáldin, eins og Egill, smíðuðu frumlegustu kenningarnar eða myndlíkingarnar.

·         Þannig dregur Egill upp mynd í orðum af skipi á siglingu í miklum mótvindi. Hann segir  andær vandar jötunn (mótvindur) blási á jafnan veg stafnkvígs (sléttan sjóinn fyrir framan skipið(stafnkvíg).

·         Egill drakk oft úr horni, hann kallaði drykkjarhornið eitt sinn eyrnaviðarrót óðs dýrs, trúlega horn mannýgs nauts.

·         kenna konu þótti skáldum skemmtilegt. Hörvi glæst hrist var ekki í vaðmáli heldur innfluttum tískufötum og hlaðbúin gullivarin hringagná hefði sómt sér vel á hvaða tískusýningu sem er, tígulega hlaðin rándýru skarti.