Íslenska




 

 

Efnisgreinar
Greinaskil
Línubil
Klippa, líma og afrita
Að skoða texta
Forsíða

Klippa, líma og afrita

Þegar skrifaður er texti getur þurft að færa hluta hans til innan textans. Það er hægt með því að klippa (cut) og líma (paste). Einnig er hægt að færa texta en jafnframt skilja hann eftir á fyrri stað. Þá er textinn afritaður (copy) og síðan límdur (paste).

Fyrst þarf að dekkja þann hluta sem á að færa. Síðan eru tvær leiðir færar.

Önnur er að ýta á ctrl + x þegar klippa á texta, færa bendilinn þangað sem textinn á að fara og ýta þá á ctrl + v. Ef afrita á texta er fyrst ýtt á ctrl + c.

Hin leiðin er að nota myndirnar á tækjaslánni. Skærin eru til að klippa, blaðsíðurnar til að afrita, mappan til að líma.

Flýtihnappar til að

  • klippa (cut) texta eru ctrl + x
  • afrita (copy) texta eru ctrl + c
  • líma (paste) texta eru ctrl + v

© Kristinn Kristjánsson