Description: W:\Islenska2\myndir\FAsmall.jpg

Íslenska

Ísl 102 Ísl 103 • Ísl 202 Ísl 203
Ísl 212 Ísl 303 Ísl 403 Ísl 503
Ísl 603 Ísl 613 Ísl 623 Ísl 633
Ísl 873 Sta 191
Ísa 103 Ísa 203 Ísa 303 Ísa 403

 

 

Bókalisti
Kennarar
Fjarnám
Athugið

Stílfræði
Hugtök
Um ritun

Krækjur

Ísl 603
Hljóðfræði og setningafræði

Árið 2012

Undanfari: 15 eininga kjarni í íslensku

Í áfanganum er gerð grein fyrir megineinkennum íslenska hljóðkerfisins og íslenskrar setningagerðar með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér þessa þekkingu í framhaldsnámi eða dýpgað þekkingu sína á íslensku máli.

Kennslubækur
Hljóðfræði eftir Sigurð Konráðsson.
Setningafræði eftir Eirík Pál Eiríksson
.

Nemendur fá aðgang að Moodle.

 

Námsáætlun í hljóðfræði, fyrri hluti annar
Til kennslu í íslenskri hljóð- og hljóðkerfisfræði eru ætlaður helmingur annar. Að þeim tíma liðnum ættu nemendur að:

·         þekkja íslensk málhljóð

·         þekkja algengar íslenskar hljóðkerfisreglur

·         geta lesið úr hljóðritun í íslensku

·         kunna að hljóðrita eigin framburð

·         geta lýst ísl. mállýskum hljóðfræðilega og kunna að hljóðrita ólíkan framburð í íslensku eftir landshlutum

Þrjú verkefni í hljóðfræði verða skilaverkefni, og eru þau undir liðnum Skilaverkefni í hljóðfræði í Moodle.

 

Vægi gagnvirkra prófa og skilaverkefna í hljóðfræði er 15%

Vægi lokaprófs í hljóðfræði er 35% lokaeinkunnar

Lokapróf verður í hljóðfræði við lok yfirferðar um miðja önn.

 

Tillaga að námsfyrirkomulagi í hljóðfræði

1. vika.  Hljóðtákn og hljóð; lesa í kennslubók um talfærin bls. 16 – 21, sérhljóð bls. 13 – 15 og samhljóð bls. 27 – 35.

2. vika.  Afla hljóðtákna í tölvu skv. leiðbeiningum á síðu áfangans og lesa í kennslubók bls. 23 – 26; um röddun og lengd hljóða.

3. vika.  Hljóðrita verkefni í kennslubók bls. 35 – 37 (æfingu 41 – 48) og bera saman við lausn sem er á síðu áfangans.

4. vika.  Ljúka skilaverkefnum í hljóðfræði, verkefnin er að finna á síðu áfangans.

5. vika. Lesa kennslubók bls. 46 – 53, staðbundnar mállýskur, og gera verkefni sem er að finna á síðu áfangans og hlusta á hljóðglærur með hljóðrituðum mállýskudæmum.

 

Námsáætlun í í setningafræði, seinni hluti annar
Til náms í setningafræði er ætlaður helmingur námstímans . Að þeim tíma liðnum ættu nemendur að:

·         þekkja setningarhluta og þá liði sem þeir mynda

·         þekkja algengustu liði setninga og grunnreglur sem gilda um myndun allra rétt myndaðra íslenskra setninga og helstu færslur setningarliða

·         þekkja aðal- og aukasetningar og greina setningarhluta aukasetninga í aðalsetningum

·         kunna greinarmerkjareglur og nota af leikni

Tvær gagnvirkar æfingar eru í setningafræði og er skylda að taka þær, fyrsta tilraun gildir til lokaeinkunnar en eftir það er hægt að taka prófið eins oft og hver vill í æfingaskyni. Í lok annar verður hægt að sjá rétt svör.

Fjögur verkefni í setningafræði verða skilaverkefni, og eru þau undir liðnum Skilaverkefni í setningafræði í moodle.

 

Vægi gagnvirkra prófa og skilaverkefna í setningafræði er 15%

Lokapróf verður í setningafræði skv. próftöflu í annarlok. Vægi lokaprófs í setningafræði er 35% lokaeinkunnar.

 

Tillaga að námsfyrirkomulagi í setningafræði

1. vika. setningarliðir og  liðgerðarreglur bls. 7 – 15 (lesa rösklega!)

2 - 3. vika. setningarhlutar bls. 16 – 25

4 - 5. vika. aðalsetningar og aukasetningar bls. 26 – 42/Ljúka skilaverkefnum í setningafræði

6. vika. greinarmerki bls. 43 - 48

 

Nemendafyrirlestrar

Í áfangalok er ætlunin að nemendur hafi tekið saman fyrirlestur um eitthvert efni í íslenskri málfræði sem Þeir hafa valið sér í samráði við kennara. Ætlast er til að fyrirlestrarnir verði fluttir eftir miðja önn, skilað handriti viku fyrir flutning og áheyrendur fái einhver gögn í hendur um efni fyrirlestursins. Lengd a.m.k.15 mín í flutningi.

Heimildavinna fer fram á bókasafni og kennari og bókavörður verða til skrafs og ráðagerða.

Eftirfarandi efnisflokkar gætu komið til geina:

  • málsaga, valin atriði fyrir fróðleiksfúsa
  • hreintungustefna
  • málvöndun, fyrir harðlínumenn og málvendi = málunnendur
  • saga stafsetningar, fyrir verðandi kennara
  • daglegt mál
  • málfarsumræður í fjölmiðlum þetta árið, fyrir forvitna
  • hefur málvöndun skuggahliðar?
  • ljóð um móðurmálið, fyrir ljóðaunnendur
  • viðhorf Íslendinga til móðurmálsins fyrr og síðar
  • setningafræði og stílfræði, fyrir stíláhugamenn
  • mál og hugsun, kjörið fyrir sálfræðilega sinnaða nemendur
  • slettur, slangur og bannorð, fyrir frjálslynda og orðheppna
  • handrit og handritaútgáfur, sýna fallegar myndabækur
  • málið á Gerplu eftir Halldór Laxness, valdir kaflar
  • máltaka barna
  • annað skv. umtali

 

Description: W:\spacer.gif

Description: W:\spacer.gif

Description: W:\spacer.gif

Description: W:\spacer.gif

Description: W:\spacer.gif

Description: W:\spacer.gif

Description: W:\spacer.gif