Íslenska




 

 

Efnisgreinar
Greinaskil
Línubil
Klippa, líma og afrita
Að skoða texta
Forsíða

Greinaskil

Greinaskil afmarka efnisgreinar. Greinaskil eru til að gera lestur auðveldari. Því er mikilvægt að hafa þau rétt svo að þau gegni tilgangi sínum.

Mörgum reynist erfitt að hafa greinaskilin þannig að þau nýtist sem best. Í íslenskudeild Fjölbrautaskólans við Ármúla viðurkennum við tvenns konar greinaskil.

1. Greinaskil þar sem er höfð auð lína milli efnisgreina og byrjað er lengst til vinstri í hverri efnisgrein. Þannig eru greinaskilin í þessum texta. Þetta er auðvelt og þarf einungis að ýta á enter til að hlutirnir gangi vel fyrir sig.

2. Greinaskil þar sem ekki er höfð auð lína milli efnisgreina og fyrsta lína er inndregin. Ekki er höfð auð lína á milli. En hvernig á að draga inn línu?

Margir gera það með því að ýta á tab-takkann í hvert skipti. En aðrar og þægilegri leiðir eru til. Hægt er að stilla þessa gerð greinaskila í eitt skipti fyrir öll.

Fyrst á að vinstrismella á Format – Paragraph. Þá birtist þessi mynd. Með því að fara í Special og ýta á First line næst stillingin.

Ekki gleyma að hafa línubil (Line spacing) stillt á eitt og hálft línubil! Þetta er líka hægt að gera með því að dekkja allan textann (ctrl a) og ýta á ctrl og 5.


 

Eftir þetta verða greinaskilin líkt og draumur íslenskukennarans.

© Kristinn Kristjánsson