Samkeppni um hrollvekju 2005

Nýtt 5. júní
Tilkynning um úrslit
Úrslit í samkeppni Grandrokk og Hins íslenska glæpafélags um hrollvekjusmásögu voru tilkynnt á menningarhátíð Grandrokks fimmtudaginn 2. júní 2005 kl. 20.00. Vinningshafar eða fulltrúar þeirra lásu brot úr sögum sínum. Á eftir var djass.

1. verðlaun: Gunnar Theodór Eggertsson, Jólasaga.
2. verðlaun: Lýður Árnason, Óttastuðull.
3. verðlaun: Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, Milli þils og veggjar.

Alls barst 71 saga. Mikil fjölbreytni var í sögunum, sögurnar voru vel skrifaðar og margar þeirra komu til greina í verðlaunasæti.

Í þriggja manna dómnefnd voru: Helga Dís Björgúlfsdóttir, Jón Proppé og Úlfhildur Dagsdóttir..

Vinningssögurnar ásamt nokkrum öðrum verða birtar í Mannlífi í sérstöku júlíhefti.

Eldra
Auglýsing um keppnina
Hið íslenska glæpafélag og GrandRokk efna til samkeppni um hrollvekjusmásögu. Úrslit verða tilkynnt á menningarhátíð GrandRokk fyrstu helgina í júní 2005. Skilafrestur er til 9. maí 2005.

1. verðlaun: 200.000, - kr
2. verðlaun: 100.000, - kr
3. verðlaun: 50.000, - kr

Auk þess mun Mannlíf veita vinningssögunni sérstök verðlaun, styttu. Sögurnar sem verða í 1 – 3 sæti birtast í júlíhefti Mannlífs. Æskilegt er lengd sé ekki meiri 10 – 15 síður, A4 með einu og hálfu línubili.

Handriti á að skila undir dulnefni og rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit skal sent til GrandRokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Merkt: Samkeppni.

Upplýsingar um samkeppnina árið 2004