|
||||||
Samkeppni um glæpasmásögu 2004Úrslit í samkeppni Grandrokk og Hins íslenska glæpafélags um glæpasmásögu voru tilkynnt á menningarhátíð Grandrokk fimmtudaginn 3. júní 2004 kl. 21.00. Vinningshafar lásu brot úr sögum sínum. Á eftir var djass. 1. verðlaun: Jón Hallur Stefánsson,
Enginn engill. Auk þess voru veitt ein innherjaverðlaun fyrir sögu sem gerist á Grandrokk og lýsir andrúmsloftinu þar vel. Þau hlaut Þorfinnur Guðnason. Verðlaunin voru viskíflaska af þeirri tegund sem Winston Churshill drakk. Alls barst 41 saga. Mikil fjölbreytni var í sögunum, sögurnar voru vel skrifaðar og margar þeirra komu til greina í verðlaunasæti. Í þriggja manna dómnefnd voru: Bjarni Þorsteinsson, Brynhildur Björnsdóttir og Kristinn Kristjánsson. Vinningssögurnar ásamt sex öðrum voru gefnar út af Almenna bókafélaginu 2004: Smáglæpir og morð. Hið íslenska glæpafélag og GrandRokk efna til samkeppni um glæpasmásögu. Úrslit verða tilkynnt á menningarhátíð GrandRokk í byrjun júní 2004. Skilafrestur er til 1. maí 2004.
Handriti á að skila undir dulnefni og rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit skal sent til GrandRokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík. Merkt: Samkeppni. GrandRokk áskilur sér kvikmyndarétt að sögunum og verður samið um það við höfunda.. Fyrirspurnir hafa borist – Ef fleiri vakna þá vinsamlegast sendið þær til kkrist@fa.is a) Hversu löng á sagan að vera? Svar: Ákveðið var að hafa ekki nein ákveðin mörk um lengd. Lengd smásagna er sveigjanleg. En ef smásögur eru skoðaðar kemur í ljós að flestar fylgja þær einhverjum mörkum hefðarinnar. b) Hvert á efnið að vera? Svar: Mörk glæpasögu mótast yfirleitt af því að glæpur er framinn og hann leystur. Sumar glæpasögur reyna þó einmitt á þessi mörk. Upplýsingar um Viðskiptanetið: Vinningshafar fá ákveðna upphæð á korti frá Viðskiptanetinu og geta keypt þar ýmsa hluti og þjónustu. |
||||||