Fróðleikur um íslenskar glæpasögur
Skrá yfir íslenskar glæpasögur eftir tímabilum
1910 1950
1910
Jóhann Magnús Bjarnason (1866 1945)
Íslenskur Sherlock Holmes
( Smásaga í bókinni Vornætur á Elgsheiðum.
2. útg. 1970. Hefur verð þýdd á
dönsku og ensku. Jóhann Magnús var Vestur-Íslendingur.)
1926
Einar skálaglamm (dulnefni). Guðbrandur Jónsson (1888
1953)
Húsið við Norðurá.
Íslensk leynilögreglusaga
( Birtist sem neðanmálssaga í Alþýðublaðinu
20. feb. til 2. okt. 1926. Kom síðan út á bók
í október sama ár. 2. útg. 1947. )
1932
Valentínus (dulnefni). Steindór Sigurðsson (1902
1949)
Sonur hefndarinnar. Leyndardómar Reykjavíkur
I
Týnda flugvélin. Leyndardómar Reykjavíkur
II
( Er augsýnilega hugsað sem seríusaga. Sömu
aðalpersónur.)
1939
Ólafur við Faxafen (dulnefni). Ólafur Friðriksson
(1886 1964)
Allt í lagi í Reykjavík
( Var lengi vel ein frægasta glæpasaga Íslendinga.
Fékk fyrst glæpasagna gagnrýni í dagblöðum
og tímaritum. Ritdómar í dagblöðum: Alþbl.
1939, 2. ágúst; Tíminn 1939, 22. júlí;
Vísir 1939, 8. sept.; Þjv. 1939, 11. ágúst
(Arnór Sigurjónsson). Ritfregn í Alþbl. 1939,
13. maí. Ritdómur í Eimreiðinni 1939, bls.
427 (Jakob Smári). Ólafur var þekktur stjórnmálamaður
á sínum tíma.)
1948
Valur Vestan (dulnefni). Steingrímur Sigfússon (1919)
Týndi hellirinn
( Sama aðalpersóna í öllum þremur sögum
Vals Vestan. Krummi nefnist hann, jarðfræðingur og áhugaleynilögreglumaður.
)
1949
Valur Vestan (dulnefni). Steingrímur Sigfússon (1919)
Flóttinn frá París
( Krummi bjargar unnustu sinni.)
1950
Valur Vestan (dulnefni). Steingrímur Sigfússon (1919)
Rafmagnsmorðið
( Gátusaga (Whoodunnit). Fyrsta sagan með flókinni
og óvæntri lausn.)
|