|  |  | TáknTákn vísa til tveggja sviða eins og myndhverfingar 
        og líkingar. Orð er notað á þann hátt 
        að jafnframt bókstaflegri merkingu þess liggur að 
        baki önnur merking og þurfa engin augljós tengsl að 
        vera milli þessara sviða. Þessi tengsl orðanna nefnast 
        táknmál.  Tákn eru einkum þrenns konar: hefðbundin tákn 
        (kross, giftingar-hringur , rautt ljós), náttúruleg 
        tákn (vor, haust , morgun, kvöld), Einstaklingsbundin tákn 
        - þessi gerð tákna reynir mest á túlkun 
        lesanda. Í raun má gæða hvað sem er táknrænni 
        merkingu, þannig verður rauður steinn í vegarins 
        ryki tákn glataðra tækifæra á lífsleiðinni 
        í ljóði Guðmundar Böðvarssonar, Rauði 
        steinninn.
 |  |