Hið íslenska glæpafélag er félag rithöfunda og fróðra manna um glæpasögur. Markmiðið er að stuðla að viðgangi glæpasagna á Íslandi og kynna íslenskar glæpasögur í öðrum löndum. Félagsmenn geta þeir orðið sem hafa skrifað glæpasögu, glæpaleikrit eða -kvikmyndahandrit, þýtt glæpasögu, skrifað um glæpasögur eða á einhvern hátt stuðlað að framgangi bókmenntagreinarinnar.

Hið íslenska glæpafélag var stofnað árið 1999