ÍSLE2GM05



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bókalisti
Námsáætlun
Smásögur
Lokapróf

Goðafræði
Málsaga
Gagnvirk próf
Verkefni
Glærur

 

 

Vorönn 2021
Námsáætlun
Kennarar:

Ársæll Friðriksson arsaell@fa.is
Tinna Eiríksdóttir tinna@fa.is

 

Vinnuáætlun
Námsefnið skiptist í a) goðafræði, b) smásögur, c) málsögu, d) kjörbók og e) ritun. Auk smásagna er lesinn einn Íslendingaþáttur.

1. lota: Goðafræði
1.-6. vika (24.ág.-4.okt.)

Íslenska tvö, 1. kafli bls. 10-23 og 25-30. Goðafræði Snorra-Eddu: Fjallað um sköpun heimsins samkvæmt Snorra-Eddu og fleiri sögum. Tímapróf.

Íslenska tvö, 1. kafli bls. 31-39. 2. kafli bls. 59-62, 73-81 og 118-121. Goðafræði Snorra-Eddu: Fjallað um persónur, dýr og verur; híbýli goðanna og ask Yggdrasils, Loka og afkvæmi hans. Fjallað um tengsl við goðafræði annarra þjóða, kenningar og heiti í Snorra-Eddu og skáldskaparmjöðinn. Tímapróf.

Íslenska tvö, 2. kafli bls. 63-75, 3. kafli bls. 122-132 og 172-176. Goðafræði Snorra-Eddu: Skoðuð ævintýraeinkenni goðsagna og tengsl þeirra við þjóðsögur. Sex goðsögur úr Snorra-Eddu lesnar og fjallað um Valhöll og einherja.
Tímapróf.

Íslenska tvö, 4. kafli bls. 205-214 og 233-238. Goðafræði Snorra-Eddu: Lesnar goðsögur sem fjalla um átök og svik goða og manna. Ragnarök og heimsendir. Tímapróf.
Goðafræði - Lokapróf.

Ath. Nemendur fá ekki lokaeinkunn í áfanganum nema að hafa tekið öll krossapróf og lokapróf úr goðafræði.

 

2. lota: Smásögur
7.-8. vika (5.okt.-18.okt.) – Kynntar síðar og verða aðgengilegar nemendum á Moodle.

 

3. lota: Málsaga, kjörbók og Íslendingaþáttur
9.-16. vika (19.okt.- annarlok í des.)

(haustfrí 23 – 26. okt.)

Kjörbókarritgerð

Íslenska tvö, 1. kafli bls. 49 -54. Ritun.

 

Tímaritgerð:

 

Inngangur, efniskjarni, tími og umhverfi, sjónarhorn/sögumaður

 

persónulýsingar, boðskapur, hugleiðing, lokaorð

 

Kennari gefur nánari upplýsingar um byggingu ritgerðar og ritgerðarefni.

Skiladagur kjörbókarritgerðar á námsáætlun í Moodle.

 

Málsaga

Íslenska tvö, 1. og 2. kafli bls. 45 – 47 og 90 – 103. Málsaga: Uppruni mannlegs máls, indóevrópska málaættin, grannmálin, germönsk mál og norræn mál.

 

Málsaga: Málstefna og saga íslenskunnar.
Íslenska tvö, 3. kafli bls. 106 – 117 og 146 – 153.


Íslenska tvö, 3. kafli bls. 154-169.

Málsaga. Mállýskur og mállýskueinkenni, íslensk mannanöfn og mannanafnasiðir.

 

Íslendingaþáttur valinn í samráði við kennara, sjá Moodle.  Nemendur sækja lesefnið á netið samkvæmt leiðbeiningum kennara og hugleiða efni þáttarins.

Námsmat:

  • Tímapróf og/eða verkefni í goðafræði 12 %
  • Lokapróf í goðafræði 18 %
  • Kjörbókarritgerð 10%
  • Krossapróf úr kjörbók 5%
  • Smásögur og Íslendingaþáttur 15%
  • Tímapróf og/eða verkefni í málsögu 12%
  • Málsaga lokapróf 18%
  • Lokaverkefni í annarlok 10%
  • Það er skylda að skila ritgerð og taka öll próf og/eða verkefni sem lögð verða fyrir. Til að standast áfangann þarf að ná lágmarkseinkunn 4,5 úr öllum námsþáttum samanlagt.
  • Sjúkrapróf og/eða upptökupróf eru ekki í boði á kennslutíma.
  •  
  • Bækur

Kennslubók/smásögur:

  • Ragnhildur Richter og fl. Íslenska tvö. Kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla. Endurskoðuð útgáfa. 2015. Mál og menning/Edda útgáfa. Reykjavík.

Kjörbækur:

Kjörbók í samráði við kennara, sjá námsáætlun í Moodle.