Copy of FA

Ritgerð úr Snorra-Eddu.

 

Hér eru nánari fyrirmæli um efni, byggingu og lengd ritgerðarinnar.

 

Ímyndaðu þér að þú fáir að vera eitt af þessu: 

 

Freyr/Freyja, Þór, Iðunn, Loki eða Fenrisúlfur í einn dag

 

Byggðu ritgerðina þannig að fjallað verði um eftirfarandi efnisþætti:

 

Staðreyndir

Hver er ætt þín, uppruni, foreldrar, maki, börn, bústaður, ökutæki, hver eru tengsl þín við aðra í Eddunni hvort sem um er að ræða vináttu eða fjölskylduvensl. Farðu nokkrum orðum um fjölskylduna og láttu koma fram helsta hlutverk þitt í ásheimum. Hverjir er helstu gripir þínir og hver er uppruni þeirra. Vertu nákvæmur/nákvæm í meðferð staðreynda.

 

Stóri atburðurinn í lífi þínu

Sýndu fram á hvaða atburður skiptir mestu máli í lífi þínu og mótar líf þitt og annarra í kringum þig. Hér má semja og nota skáldlegt ímyndunarafl, setja á svið og segja kost og löst á mönnum og málefnum sem snerta líf þitt í tengslum við atburðinn. Settu atburðinn á svið á skemmtilegan hátt. Reynið að semja innan ramma skynsamilegrar atburðarásar.

 

Eftirmælin

Farðu nokkrum orðum um það sem hætt er við að sagt verði um þig í framtíðinni eða fjallaðu um orðstír þinn. Ímyndaðu þér að þú sért jafnvel að hugsa um eftirmæli þín. Verðu málstað þinn eða gagnrýndu gerðir þínar eftir atvikum, kannski sérðu eftir einhverju?. Skrifaðu á léttu nótunum en þó af fullri alvöru. Ekki bulla!

 

Ritgerðin á að skrifa í 1. persónu í orðastað viðkomandi persónu.

Lengd ritgerðar: a.m.k. tvær síður fullar, eitt og hálft línubil og 12 punkta letur.

Ritgerðinni á að skila 1. – 5. október.