Horn eru styrkleikatákn, enda eru ţau vopn og stolt ţeirra
dýra sem bera ţau. Múkur bogi í hornum nauta, geithafra og hrúta tengdi ţessi dýr
mánagyđjunum og himinguđum yfirleitt. Horn urđu einnig tákn fyrir frjósemi, ţví
ađ ţau einkenna sérstaklega karldýr sem helga sér hópa af kvendýrum, einkum hirti;
hjartarhorn urđu enda sérstök lífstákn vegna fjölbreytileika síns, árlegrar
endurnýjunar og vaxtar. Enn ţann dag í dag trúa menn á frjósemismátt horna og kaupa
dýrum dómum duft úr nashyrningshorni til ţess ađ auk kyngetu sína.
Geithafrar eru einkennisdýr Ţórs. Eftir ađ kristni sigrađi var geithafurinn
tengdur djöflinum og á myndum er sá gamli oft međ tignarleg hafurshorn.
Hamar er tákn fyrir erfiđisvinnu. Hann
var tákn fyrir himinöflin, einkum ţrumuna og frjóvgandi regn og leysti af hólmi eldri
tákn, t.d. öxi. En hamar varđ ógnvekjandi tákn ţegar menn fóru ađ vinna járn.
Smiđir hömruđu glóandi járn úr skauti móđur jarđar til ţess ađ hjálpa ţví
til ţroska. Hefaistos var smiđur grískra gođa, vanskapađur sonur Seifs, Vulcanus er
hliđstćđa hans hjá Rómverjum; dvergar og Völundur smiđur jafnast á viđ ţá ađ
hagleik. En hamarinn er ţó fyrst og fremst tákn Ţórs í germanskri gođafrćđi.
Ásatrúarmenn báru sumir hamarsmynd sér til heilla, ţannig
öđluđust ţeir hlutdeild í megni Ţórs.
Hamar og sigđ urđu tákn Sovétríkjanna, hamar sem tákn fyrir iđnađ og
iđjusemi, sigđ fyrir landbúnađinn, en bćđi táknin upphaflega tengd frjósemi.
Sovét ţýđir ráđ, menn áttu ađ mynda saman ráđ og stjórna. Formađur
ráđsins í Leníngrad á uppgangstíma bolsévikka (kommúnista) hét Vjateslav
Skrjabin. Hann tók upp nafniđ Molotov og varđ utanríkisráđherra Sovétríkjanna um
skeiđ og átti ţátt í ađ semja viđ Hitler á sínum tíma. Molotov er dregiđ af
orđinu molot, sem ţýđir hamar.
Guđirnir okkar gömlu eftir Sölva
Sveinsson |