Valkyrjur

heim.gif (185 bytes)

valkyrjac.jpg (11323 bytes)

Orðið valkyrja er samsett úr valur, sem þýðir hinir vopndauðu, og kyrja, sem er dregið af sögninni að kjósa, og merkir því sú sem velur menn til þess að falla. Þær eru tengdar Óðni, svo sem vænta má, þeysa um loftin í fullum herklæðum og eiga annríkt. Þær ganga einnig um beina í Valhöll. Sumar valkyrjur eiga samneyti við menn, eru ástmeyjar þeirra, en undantekningalaust hafna þeir í Valhöll á sínum efsta degi. Enginn átrúnaður var tengdur valkyrjum.

Guðirnir okkar gömlu eftir Sölva Sveinsson

aundan.gif (852 bytes)

heim.gif (185 bytes)

naesta.gif (183 bytes)