Höfundur Eiríkur Brynjólfsson, október 2007
 Vefleiðangur um ljóð
Ljóðaleitin

 

 

 

Kynning


Verkefnið er hugsað sem hópverkefni tveggja til þriggja nemenda. Kjósi einhver að vinna einn er það í lagi.
     Ljóðaáhugamaður nokkur fann fyrir allnokkru tvö ljóð á netinu. Honum fannst þau mjög skemmtileg og langar að lesa þau aftur. En hann týndi vefslóðinni. Hann biður ykkur þess vegna að fara á netið til að finna ljóðin.
     Hann man nöfn ljóðanna. Þau heita Sorg og Bikarinn. Höfundurinn heitir Jóhann Sigurjónson.

efst á síðu

Verkefni


Verkefni ykkar er að finna ljóðin tvö sem áhugamaðurinn finnur ekki. Þið eigið að fjalla um þau.
     Þið eigið líka að bæta við öðrum upplýsingum, meðal annars um ævi höfundarins og önnur verk hans. Til dæmis önnur ljóð sem þið finnið og líst vel á.
     Þá eigið þið að staðsetja höfundinn í bókmenntasögunni og fjalla örlítið um einkenni stefnunnar sem hann fylgdi.

efst á síðu
 


Bjargir


Hér eru nokkrar vefslóðir sem þið getið notað.

http://ljod.is/firstpage.php
http://www.bokasafn.is/rithofundavefur/johann_sigurjonsson.htm
http://www.skolavefur.is/_opid/islenska/bokmenntir/hofundar/johann_sigurjonsson/aeviagrip/index.htm

http://mail.fa.is/deildir/islenska/isl503afangi/isl503bokmenntir/00til30/nyromantik.html

efst á síðu
 

Ferli


Þið eigið að safna saman umbeðnum upplýsingum og kynnið þær síðan að kynna þær fyrir hópnum. Þið getið valið um tvær leiðir til að kynna verk ykkar.
     Þið getið samið ritgerð og kynnt niðurstöður ykkar munnlega fyrir hópnum.
     Þið getið búið til glærusýningu.
     Eða annað sem ykkur dettur í hug.

efst á síðu

 

Mat


Þið eigið að semja stutta lýsingu á því sem þið gerðuð og hvernig þið unnuð það. Þar á meðal annars að koma fram hvað ykkur fannst þið læra og hvaða erfiðleikum þið mættuð og hvernig þið yfirstiguð þá. Þessari lýsingu skilið þið til kennarans.
     Kennari gefur einkunn fyrir verkefnið.
 

efst á síðu

Tímamörk

Þið eigið að skila verkefninu í kennslustund þann 31. október.
   Þið ráðið hvar og hvenær þið vinnið verkið en verðið að láta sjá ykkur í hverri kennslustund  að skiladegi og gefa kennaranum skýrslu um hvernig gengur og fá leiðbeiningar og aðstoð.

efst á síðu
 

 

Salvör Gissurardóttir þýddi þetta snið frá The Webquest Page.

Spurningar
Hver var Jóhann Sigurjónsson?

Hvenær var hann uppi?

Hver eru einkenni verka hans?

Hvaða bókmenntastefnu tilheyra verk hans?

Hver eru helstu verk hans?



Ítarefni

Jóhann Sigurjónsson. Ritsafn 1-3. Mál og menning 1981.

 

Helge Toldberg: Jóhann Sigurjónsson. Heimskringla 1966.