Áritun endurskoðenda
Við höfum endurskoðað reikninga FÍKNF fyrir starfsárið 2007. 
Ársreikningurinn hefur að geyma reiknisjöfnuð og dagbók félagsstarfseminnar.
Ársreikningurinn er lagður fram af gjaldkera FÍKNF og á ábyrgð hans í
samræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á
grundvelli endurskoðunarinnar.
Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að
skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í
meginatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur í sér skoðun reikninga, mat á reikningsskilaaðferð.
og mat á framsetningu bókhalds. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur
grunnur til að byggja álit okkar á.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri FÍKNF starfsárið 2007
 og efnahag þess 31. desember 2007 og sé í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.
Við, kjörnir skoðunarmenn FÍKNF höfum yfirfarið ársreikning þennan. Leggjum
við til að ársreikningurinn verði samþykktur.
Reykjavík ____________ 2008
Kjörnir skoðunarmenn: