Safntíðni reiknuð.

 

50 giftar konur svöruðu spurningunni “Hve gömul varstu þegar þú kynntist maka þínum?” Niðurstöðurnar má sjá í eftirfarandi töflu.

(Úr bókinni Tölfræði eftir Jón Þorvarðarson). 

 

 

Nú viljum við finna safntíðni eða með öðrum orðum uppsafnaða tíðni.  Til þess notum við fallið SUM sem er innibyggt fall í Excel og er annaðhvort hægt að kalla upp með því að velja flipann Formulas, síðan Math & trig og loks SUM eða það sem fljótlegra er að slá inn SUM og velja svo reitinn fyrir framan tvisvar með tvípunkt á milli.  Til að geta síðan afritað niður festum við fyrri reitarmerkinguna með dollaramerki (með því að velja F4). 

 

Þá lítur taflan svona út:

 

 

og við afritum síðan niður dálkinn og eigum þá að fá töflu eins og hér sést.

 

 

Úr þessari töflu má t.d. lesa að 36 konur voru 21 árs eða yngri þegar þær kynntust maka sínum og svo framvegis.


Næst viljum við reikna hlutfallstíðni og safnhlutfallstíðni.  Hlutfallstíðnin (prósentur) er reiknuð því að taka hvern reit í tíðnidálknum og deila með heildarfjöldanum.  Munið að festa reitinn með heildarfjölda (hér C11) með því að ýta á F4



Safnhlufallstíðnin er síðan reiknuð eins og safntíðnin og þegar því er lokið er taflan einhvern vegin svona:

 

 

Við vistum síðan töfluna á okkar heimasvæði en getum að sjálfsögðu líka sett gögnin myndrænt fram ef þess er óskað.

 

Hér er graf sem sýnir fjöldann en einnig mætti setja fram safntíðina eða hlutfallstíðni og jafnvel safnhlutfallstíðnina.

 

 

Ekki gleyma að vista!