Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL203

 

                                    Svör við verkefni úr 24. kafla: þroski

 

  1. Hvar er eggið oftast statt þegar það er frjóvgað?

Þegar frjóvgun verður er eggið oftast ofarlega í eggjaleiðara (í trektlaga hlutanum).  Eggið getur samt frjóvgast annars staðar.

  1. Hversu langt er liðið frá frjóvgun þegar fósturvísirinn festist við legvegginn?  Hvað kallast fósturvísirinn á þessu stigi?

Bólfestan verður á 6. degi eftir frjóvgun.  Á þessu stigi kallast fósturvísirinn blastúlu (kímblaðra)

  1. Hver er munurinn á mórúlu og blastúlu?

Mórúla er frumumassi án holrýmis, en í blastúlunni hefur myndast holrými í miðju (kímblöðruhol)

  1. Hvað er fósturdiskur?

Á u.þ.b. 7. degi eftir frjóvgunhefur myndast líknarbelgshol í innri frumumassa kímblöðrunnar.  Milli líknarbelgshols og kímblöðruhols liggja tvö frumulög.  Þetta er tveggja laga fósturdiskur.  Lögin tvö eru verðandi innlag og útlag.  Milli þeirra þroskast síðan miðlagið

  1. Hver eru fósturlögin þrjú og hvað líffæri myndast út frá þeim?

Innlag þroskast í m.a í þekju meltingarvegs og öndunarfæra

Miðlag þroskast í bein, vöðva og annan stoðvef

Útlag þroskast í taugakerfi og yfirhúð

  1. Að hvaða leyti er fósturhringrás ólík hringrás nýfædds barns?

Fóstrið fær næringu og súrefni um naflastrengsbláæð frá fylgju en eftir fæðingu kemur súrefni frá lungum og næring úr meltingarvegi. Hringrásarkerfið einkennist af þessu, þ.e. lítið blóðflæði er um lungu og meltingarveg. Takmarkað blóðflæði til lungna í fóstri verður vegna þess að það er gat á milli hægri og vinstri gáttar, sem leiðir til þess að blóðið sem kemur inn í hægri gátt fer að mestu beint inn í vinstri gátt og þaðan út í stóru hringrás. Auk þess er tenging á milli lungnastofnæðar og ósæðar, þannig að blóð sem rennur um lungnastofnæð rennur beint í ósæð og þaðan út í líkama (um þetta er fjallað í kafla 16 bls. 423-4)

  1. Lýstu gerð naflastrengs (hvaða æðar eru í honum og hvert eru þær að flytja bóð?

Naflastrengur flytur blóð milli fylgju og fósturs.  Í honum eru tvær slagæðar sem flytja surefnissnautt blóð frá fóstri til fylgju og ein bláæð sem flytur súrefnisríkt blóð frá fylgju til fósturs.

  1. Hvað er liðinn langur tími frá frjóvgun þegar barn fæðist?

Meðgöngutími er yfirleitt talinn frá síðustu blæðingum og er þá 40 vikur.  Frjóvgun verður hins vegar ekki fyrr en á u.þ.b. 14. degi eftir síðustu blæðingar og því líða 38 vikur frá frjóvgun til fæðingar.

  1. Hvert er hlutverk fylgjunnar?

Fylgjan sér um flæði á súrefni og næringarefnum

frá móðurblóði til fósturblóðs og flæði á koltvísýringi og úrgangsefnum úr fósturblóði til móðurblóðs, hún geymir næringarefni og steinefni, hún myndar hormón, hún hindrar flæði ákveðinna efna milli móður og fósturs.  Auk þess virkar hún sem mekansísk vernd fyrir fóstrið.

 

  1. Hverjar eru helstu hormónabreytingar konunnar á meðgöngutíma?

Helstu hormónin eru hCG sem er myndað af fósturvísinum.  Þetta hormón lætur líkamann vita að frjóvgun hefur orðið.  Það örvar gulbúið til að mynda

estrógen og prógesterón en síðan tekur fylgjan við hefur að mynda hormónin.  Hár styrkur þeirra er nauðsynlegur til að viðhald meðgöngu.  Hormónið relaxín veldur slökun í leghálsi og mjaðmargrind (getur valdið grindargliðnun).