Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL203

 

Svör við verkefni úr 22. kafla: vökva-, salt-, og sýru-basa vægi

 

  1. Hvaða jónir skipta mestu máli í sambandi við vökva- saltvægi líkamans og í hvaða vökvahólfum eru þær staðsettar (innanfrumu- eða utanfrumu)?

Fig.22.5 sýnir hvaða jónir eru í mestu magni í frumuvökva (intracellular fluid), milli frumna (interstitial fluid) og í blóðvökva (plasma):

Frumuvökvi:  Sú katjón (+ jón) sem er í mestum styrk hér er kalíum, en anjónir (- jónir) í mestum styrk eru prótein og lífræn fosföt. 

Millifrumuvökvi: Hér er natríum aðal katjónin og klór aðal anjónin.  Þetta eru sömu jónirnar og mynda matarsalt (natríum klóríð).  Ef gefa þarf fólki vökva í æð er ísótónísk saltlausn einmitt notuð (9g af salti í 1 lítra af vatni).  Takið líka eftir að þó styrkur kalsíum sé ekki mikill í millifrumuvökva, þá er hann 25x meiri en í frumuvökva (þess vegna leitar kalsíum inn í frumur ef það kemst).

Blóðvökvi: Samsetning blóðvökva er mjög lík millifrumuvökva, það sem er ólíkt er að í blóðvökva eru prótein sem varla er að finna í millifrumuvökva. 

  1. Lýstu því hvernig vatnsþurrð líkamans (dehydration) örvar þorstastöðvar heilans.

Fig 22.3 lýsir þessu: Í fyrsta lagi minnkar munnvatnsrennsli og munnur þornar upp.  Nemar í munnholi skynja þetta og senda boð til þorstastöðva í undirstúku.  Í öðru lagi eykst styrkur uppleystra efna í blóði þegar vatn í blóði minnkar.  Í stóru æðunum eru efnanemar sem skynja þetta og frá þeim liggja taugar til þorstasöðva í undirstúku.  Í þriðja lagi, þá minnkar rúmmál blóðs þegar við þornum upp.  Það leiðr til lækkunar í blóðþrýstingi sem aftur örvar renín-angíótensínkerfið.  Angíótensín II örvar þorstastöðvar í undirstúku.  (Auk þess veldur angíótensín II því að aldósterón eykst, meira natríum og vatn er endursogað í nýrum og þvagmagn minnkar)

  1. Útskýrðu hvernig of mikil vatnsdrykkja getur leitt til dauða.

Nýrun ná að skilja út um 15 ml vatns á mínútu, eða um tæpur lítr á klst.  Ef vatn er drukkið hraðar en sem þessu nemur þynnist blóðvökvinn um of.   Það veldur því að vatn leitar inn í blóðkornin, sem tútna út og springa í verstu tilfellum.  Þetta veldur s.k. vatneitrun sem getur dregið menn til dauða.  Úrræði er að gefa matarsalt

 

Fylltu inn í eyðurnar: