Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL203

 

                                                Svör við verkefni úr æðakerfi

 

1. 

Slagæðar

Bláæðar

  • Flytja blóð frá hjarta
  • Hár blóðþrýstingur
  • Gerðar úr 3 lögum, miðlagið (vöðvalagið) er þykkast
  • Engar æðalokur (nema milli vinstri slegils og ósæðar)
  • Flytja blóð til hjarta
  • Lágur blóðþrýstingur
  • Gerðar úr 3 lögum, ysta lagið (bandvefur) er þykkast
  • Æðalokur sem hindra bakflæði blóðs

 

  1. Háræðar eru úr einfaldri flöguþekju ásamt grunnhimnu. Þær sjá um skipti á efni milli blóðs og vefja.  Flutningurinn fer oftast fram með flæði (úr meiri styrk í minni).  Þannig breytist efnasamsetning blóðsins þegar það rennur um háræðar líkamsvefja.  Ákveðin efni fara úr blóði til vefja og önnur efni fara úr vefjum í blóðið.

 

  1. Aorta ascendens – arcus aortae – aorta descendens sem skiptist í aorta thoracalis ofan þindar og aorta abdominalis neðan þindar.

 

  1. Vena cava inferior – atrium dxt. – ventriculus dxt. – truncus pulmonalis – arteriae pulmonales – lungu – venae pulmonales – atrium sin. – ventriculus sin. – aorta

 

  1. Arteriae carotis communis dxt. og sin flytja blóð til höfuðs. (auk fleiri æða sem þið þurfið ekki að kunna).  Frá höfði kemur blóð eftir venae jugularis externa og interna.

 

  1. Arteriae coronaria dxt. og sin. (hægri og vinstri kransæð) eru fyrstu greinarnar sem greinast út frá aorta.  Þær greinast síðan í smærri greinar sem hríslast um hjartað og næra allan hjartavöðvann.  Súrefnissnautt blóð frá hjartavöðvanum safnast síðan saman í sinus coronarius (kransstokk) sem tæmist í atrium dxt.

 

  1. Takið eftir því að í þessari spurningu er mikið um endurtekningar.  Þetta er ekki eins flókið og það virðist.   Munið bara: frá hjarta með slagæðum og til hjarta með bláæðum.

a) vena subclavia dxt. ® vena brachiocephalica ® vena cava superior ® atrium dxt. ® ventriculus dxt ® truncus pulmonalis ® arteria

  pulmonalis ® lungu ® venae pulmonales ® atrium sin. ® ventriculus sin. ® aorta ascendens ® arteria coronaria dxt. eða sin.

b) atrium dxt. ® ventriculus dxt ® truncus pulmonalis ® arteria pulmonalis ® lungu ® venae pulmonales ® atrium sin. ® ventriculus sin. ® aorta ® arteria renalis ® nýru ® vena renalis

c) vena cava inferior ®  atrium dxt. ® ventriculus dxt ® truncus pulmonalis ® arteria pulmonalis ® lungu ® venae pulmonales ® atrium sin. ® ventriculus sin. ® aorta ® síðan getum við t.d. látið blóðið fara upp í höfuð: ® arteria carotis communis ® höfuð ® vena jugularis ® vena brachiocephalica ® vena cava superior

d) ventriculus sin ® aorta ® truncus coeliacus ® arteria gastrica ® magi

 

  1. Í bláæðum er þlóðþrýstingur lágur og því nokkuð erfitt að drífa blóðið til baka til hjartans.  Það sem hjálpar auk blóðþrýstingsins er þrennt:

a)     í bláæðum eru æðalokur sem hindra bakflæði blóðs

b)     öndunarhreyfingar stuðla að bláæðaaðfalli (við innöndun lækkar þrýstingur í brjóstholi sem lætur blóðið renna úr kviðarholi upp í brjósthol)

c)      spenna í vöðvum þrýstir á djúpar bláæðar sem drífur blóðið til hjartans

 

  1. Stjórnstöðvar blóðþrýstings eru í mænukylfu.  Þær fá boð frá þrýstinemum í stóru slagæðunum.  Ef blóðþrýstingur fellur fær stjórnstöð upplýsingar um það og grípur inn í með því að auka virkni sympatískra tauga.  Þær örva tíðni og kraft hjartsláttar og draga saman æðar.  Við það hækkar blóðþrýstingur.  Ef blóðþrýstingur hins vegar hækkar, fær stjórnstöð líka upplýsingar um það og sendir þá boð eftir parasympatískum taugum (vagus tauginni) sem hægir á gangráði hjartans.

 

10.  Adrenalín eykur hjartsláttartíðni og samdráttarkraft hjartans.  Adrenaín dregur saman allar æðar, nema

      æðar til beinagrindarvöðva sem víkka.