Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL203

Svör við verkefni úr 15. kafla:  HJARTAÐ

 

 

·         Utanum hjartað er poki sem á latínu kallast  pericardium

 

·         Innsti og jafnframt þynnsti hluti hjartaveggjarins nefnist endocardium á latínu

 

·         Þykkasti hluti hjartaveggjarins nefnist myocardium á latínu

 

·         Hlutverk hjartaloka er að hindra bakflæði blóðs

 

·         Milli atrium dxt. ventriculus dxt. er valva tricuspidalis

 

·         Milli atrium sin. og ventriculus sin. er valva bicuspidalis / valva mitralis

 

·         Milli ventriculus sin og aorta er valva aortae

 

·         Milli ventriculus dxt. og truncus pulmonalis er valva trunci pulmonalis

 

·         Gangráður hjartans er í nodus sinuatrialis (SA-hnút sem er staðsettur í atrium dxt.).  Þaðan berast boðin til nodus atrioventricularis (AV-hnút)  og áfram niður septum cordis um His knippi.  Boðin breiðast síðan upp sleglana með Purkinje þráðum.

 

·         Diastola  kallast aðfallsfasi á íslensku.  Þetta tímabil einkennist af slökun og fyllingu slegla.  Tímabilið tekur um 0.5 sek. í hvíld. Í lok aðfallsfasa verður samdráttur í atrium

 

·         Systola kallast útfallsfasi á íslensku.  Þetta tímabil einkennist af samdrætti slegla og tæmingu.  Tímabilið tekur um 0.3 sek. í hvíld.

 

·         Blóðmagn sem fer frá hvorum slegli á mínútu kallast útfall hjarta (cardiac output)

 

·         Stjórnstöð hjartsláttar er staðsett í mænukylfu (medulla oblongata)

 

·         Parasympatískar taugar sem liggja til gangráðs draga úr tíðni hjartsláttar

 

·         Sympatískar taugar sem liggja bæði til gangráðs og frumna hjartavöðvans auka tíðni og samdráttarkraft hjartans.

 

·         Í hjartarafriti endurspeglar P takkinn afskautun gátta, QRS bylgjan endurspeglar afskautun slegla og T takkinn endurspeglar endurskautun slegla

 

 

·         Rektu leið blóðsins um hjartahólf, lokur og helstu æðar

      frá því það fer frá vinstri gátt og þar til það kemur aftur til vinstri gáttar:

atrium sin ® valva bicuspidalis ® ventriculus sin ® valva aortae  ® aorta  ® vefir líkamans ® vena cava superior og inferior ® atrium dxt.  ® valva tricuspidalis ® ventriculus dxt. ® valva trunci pulmonalis ® truncus pulmonalis ® lungu ® venae pulmonales ® atrium sin