Spurningar og svör úr öllum köflum námsefnisins

Samið af nemum í LOL203 (hópi2) í síðustu kennslustund

 

 

Blóðið (Jóhanna og Hafdís)

1) Hvernig er samsetning heilblóðs og hvert er hlutfall blóðkornanna? (Hvít, rauð og flögur)

Svar: Heilblóð er 55% blóðvökvi og 45% frumur.  Rauð blóðkorn eru 99% frumnanna og hvít blóðkorn og blóðflögur skipta með sér 1%

 

2) Segðu frá 3 stigum blóðstorknunar.

Svar: Fyrst myndast próþrombínasi sem er ensím er myndast þegar blóðflaga kemur við hrjúft yfirborð (vefjaskaða), það umbreytir próþrombíni í próþrombín ef próþrombínasi binnst við Ca++ og að kokum binst þrombínið Ca++ sem umbreytir uppleysanlegu fibrínógeni í óleysnalegt fibrin.

 

Hjartað (Jóhanna og Hafdís)

1) Hvað gerir leiðslukerfi hjartans, hvernig skiptist það og í gegnum hvaða hluta þess fara rafboð í gegnum hjartað?

Svar: Leiðslukerfið myndar boð og dreifir þeim hratt um allt hjartað.  Boðin byrja í SA hnút sem er gangráður hjartans.  Þaðan berast boðin eftir þráðum niður í AV hnút.  Þar verður smá töf. Síðan fara boðin niður His knippið sem liggur í sleglaskiptum og að lokum dreifast boðin um sleglana eftir Purkinje þráðum.

 

2)     Hvaða leið fer blóðið í gegnum hjartað? (byrja á atrium dxt. og enda

aorta)

Svar: Atrium dxt. → Ventriculus dxt. →truncus pulmonalis ® lungu → venae pulmonales ® atrium sin. → ventriculus sin → aorta.

 

3)     Hvað er útfall hjarta og hvernig er það reiknað?

Svar: Útfall hjarta er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli á mínútu.

Útfall hjarta (ml/mín): Slagmagn (ml/slag) * Hjartsláttartíðni (slög/mín).

 

Æðakerfið (Guðríður og Ragnheiður)

1)Hverjar eru 2 hringrásir blóðsins og hvert er hlutverk þeirra?

Svar:

Meginhringrás og lungnahringrás

Hlutverk meginhringrásar er að flytja súrefnisríkt blóð frá ventriculus sin. til allra líkamsvefja með slagæðum og súrefnissnautt blóð frá vefjum líkamans til atrium dexter með bláæðum.

Hlutverk lungnahringrásar er að flytja súrefnissnautt blóð frá ventriculus dxt.  eftir truncus pulmonales út í arteriae pulmonales til lungna þar sem blóðið mettast af súrefni. Frá lungum er blóðið flutt eftir vena pulmonalis til atrium sin.

 

2)     Úr hversu mörgum lögum eru slagæðar gerðar og hver eru þessi lög?

 

Svar:

Slagæðar eru gerðar úr þremur lögum, innst er innhjúpur (tunica intima) sem er úr einfaldri flöguþekju og grunnhimnu, þá kemur miðhjúpur (tunica media) sem er úr vöðvalagi og teygju, þetta lag er þykkast. Yst er svo úthjúpur (tunica externa/atventitia) sem er úr bandvef með kollagenþráðum sem er mjög sterkur.

 

Ónæmiskerfið (Guðríður og Ragnheiður)

1)     hverjar eru 3 gerðir T frumna og hvert er hlutverk þeirra?

Svar:

·        Hjálparfrumur (helper Tcells) örva vöxt og skiptingu drápsfrumna, draga til sín átfrumur og örva þær til agnaráts og örva þroskun plasmafrumna úr B frumum (ásamt AP frumum)

·        Drápsfrumur (cytotoxic cells) komast í beina snertingu við mótefnavaka þar sem þær valda skemmdum á erfðaefni þeirra.

·       Minnisfrumur (memory Tcells) eru í vessavefjum og bera kennsl á gamla mótefnavaka ef þeir birtast aftur í líkamanum.

 

2)     Tengdu saman

 

a) fyrsta stigs vessalíffæri    

b) IgM

c) IgE

d) Interferón

e) IgA

f) IgG

g) IgD

h) Annars stigs vessalíffæri

i) MHC prótein

 

1)     algengasta mótefnið, finnst í blóði, vessa og þörmum

2)     örverubælandi prótein

3)     mótefni sem finnst í blóði, vessa og á yfirborði B frumna

4)     eitlar, milta og eitlingar

5)     prótein á yfirborði allra líkamsfrumna (nema rauðra blóðkorna)

6)     mótefni aðallega í svita, tárum, munnvatni og mjólk.

7)     Mótefni sem tekur þátt í ofnæmisviðbrögðum.

8)     Rauður beinmergur og hóstarkirtill.

9) Mótefni sem er fyrst á staðinn, örvar þáttakerfið. ABO kerfið

 

Svar:  a)8- b)9- c)7- d)2- e)6- f)1- g)3- h)4- I)5


Öndunarkerfið (Birna og Björg)

1)     Hvert er hlutverk öndunarkerfis?

Svar:

·        Viðeldur réttum styrk súrefnis og koltvíoxíðs í blóði.

·        Hjálpar til við Ph stjórnun

·        Lyktarskyn, hreinsun innöndunarlofts. hljóðmyndun 

      

2)     Útskýrðu ferli inn- og útöndunar.

Svar: Við innöndun verður samdráttur í þind og ytri millirifjavöðvum sem veldur stækkun á brjóstholi. Lungun fylgja brjóstveggnum eftir og rúmmál þeirra stækkar. Við það fellur þrýstingur í lungnablöðrum, sem verður lægri en þrýstingur andrúmslofts. Loft streymir niður í lungu undan þrýstingsfallanda.

Við útöndun slaka ytri millirifjavöðvar og þind á.   Rúmmálið í brjóstholinu minnkar og við það eykst þrýstingur í lungnablöðrum, loft flæðir út undan þrýstingsfallanda.

 

Meltingarkerfið (Birna og Björg)

1)     Lýstu lagskiptingu í vegg meltingarvegs, hvað er einkennandi fyrir hvert lag?

Svar: Ef byrjað er við meltingarholið er lagskiptingin:

a.     slíma ( tunica mucosa)

Slíman skiptist í nokkur lög, þekjuvef, bandvefslag og sléttirvöðvar.

Slíman hefur eitilvef  

b.     Slímhúðarbeður ( tunica submucosa )

Inniheldur mikið af æðum, taugum og kirtlum.

c.      Vöðvahjúpur ( tunica muscularis )

er úr sléttum vöðvum, tvískipt lag.

d.     Hála ( serosa)

Umlykur líffærin að utan og kviðvegginn að innan. Myndar m.a. garnahengi og ristilhengi

 

     2)   Hvert er hlutverk briskirtils í meltingu og hvaða efni eru í brissafa?
           Svar: Briskirtill er blandaður kirtill, bæði inn- og útkirtill.

Útkirtilhlutinn myndar meltingarvökva (brissafa) sem fer út í skeifugörn um brisrás.

           Brissafi inniheldur:

a.     Amylasa: sem meltir fjölsykrur

b.     Próteinmeltandi ensím

c.      Lipasa: sem meltir fitu

d.     Nucleasa: sem meltir kjarnsýrur

e.     Bikarbonat: sem hlutleysir magasýrur.

 

Þvagkerfi, vökva-saltvægi (Ólöf og Lena Rut)

1) Hvert er hlutverk nýrna?

Svar : Nýrun stjórna jónastyrk blóðs , blóðmagni, blóðþrýstingi og sýrustigi blóðs, mynda einnig calcitriol og erythropoietin. Skilja út úrgangsefni og framandi efni.

 

2)  Hvað er ADH og hvaða hlutverk gegnir það?

Svar : ADH er þvagstillihormón sem losnar frá afturhluta heiladinguls (myndað í undirstúku). Ef mikið salt er í blóðinu þá losnar ADH.  ADH veldur því að endursog á vatni í safnpíplu eykst, þar með höldum við í vatnið í líkamanum (blóðið þynnist), þvagiðverður lítið og sterkt.

 

3) Nefnið þrjú stig þvagmyndunar.

Svar: Síun í nýrnahylki, pípluendursog, pípluseyti.

 

4) Hvaða efni endursogast yfir í blóð úr nýrnapíplunum og hvar á endursogið sér stað?

Svar: Vatn , glúkósi, aminósýrur, mjólkursýra og jónir endursogast í nýrunum og endursogið á sér aðallega stað í, bugapíplu nær. ADH ræður hversu mikið vatn endursogast með því að auka gegndræpi safnpíplu fyrir vatn.  Eftir því sem meira endursogast því minna þvagmagn.

 

5) Hvernig virkar pípluseyti ?

Svar: Þekjufrumur nýrnapíplna og safnpíplu taka efni úr blóði og seyta þeim til nýrnapíplna.  Á þennan hátt skilja nýrun skilja nýrun út t.d. lyf, jónir, hormón ofl.

 

Æxlunarkerfið (Arnviður og Pétur)

1) Hver eru líffæri kynkerfis karla og hvert er hlutverk þeirra?

Svar:

·        Eistu (testes): Þau mynda sáðfrumur og karlkynhormónið testósterón.

·        Rásir: Flytja, geyma og þroska sáðfrumur.

·        Aukakirtlar: Mynda sáðvökvann.

·        Getnaðarlimur (penis): Með þvagrás sem flytur bæði þvag og sæði.

 

2) Hvað telst til líffæra kynkerfis kvenna og hvert er hlutverk þeirra?

Svar:

·        Eggjastokkar (ovariae) Kynkirtlar sem mynda eggfrumu og hormónin               estrógen, prógestrón, relaxin og inhibin.

·        Eggleiðarar (tuba uterinae): Flytja egg niður í leg. Ef egg frjóvgast er það 

·        vanalega í eggleiðara.

·        Leg (uterus): Tekur á móti frjóvguðu eggi og er bústaður fóstursins á meðgöngu.

·        Leggöng (vagina): Tekur við sæði við kynmök og er fæðingavegur.

 

Þroski (Arnviður og Pétur)

 1) Hvað gerist við frjóvgun

Svar:

·        Við frjóvgun renna einlitna kjarnar eggs og sáðfrumu saman og mynda tvílitna okfrumu.

·        Frjóvgun verður oftast í eggleiðurum 12-24 klst. eftir egglos.

·        Konan er frjó tveim sólarhring eftir egglos (sáðfrumur lifa 48 klst. í  

              leggöngum og eggið í 24 klst. eftir egglos).

·        Áður en sáðfruman kemst að egginu verður hún að fara í gegnum tvö lög.

o       Corona radiata (nokkur frumulög sem umlykja eggið)

o       Zona pellucida (glycoprótein utan við frumuhimnu)

·        Eftir að himnur egg- og sáðfrumu hafa unnið saman er aðgengi annarra sáðfrumna hindrað og meiósu II hjá egginu lýkur.

 

2) Hvert er hlutverk hormóna á meðgöngu og hvernig breytist styrkur þeirra?

·        Estrógen- og prógesterón

o       Styrkur beggja hormóna er hár á meðgöngu.

o       Viðhalda legslímunni og undirbúa brjóstin fyrir mjólkurmyndun.

o       Mynduð af gulbúi fyrstu 3 mán. og síðan af fylgju.

·        hCG (human chorion gonadotropin)

o       Myndað af næringarhýðisfrumum

o       Örvar gulbúið til að mynda estrógen og prógesterón fyrstu 3 mán. meðgöngu.

o       Kemur fram í þvagprufu strax á 9. degi eftir frjóvgun ( þungunarpróf)

o       hCG toppar á 9. viku og fellur skyndilega á 4.mán.

Morgunógleði er talið vera orsök hCG og prógesteróns.