Fjölbrautskólinn við Ármúla

LOL203

 

 

Verkefni úr æðakerfinu

 

  1. Gerðu samanburð á byggingu og starfsemi bláæða og slagæða.  Hvað er líkt og hvað er ólíkt?
  2. Lýstu byggingu og hlutverki háræða.
  3. Hvað heita mismunandi hlutar aorta frá því hún kemur frá hjarta þar til hún klofnar við 4. lendarlið?
  4. Rektu leið blóðdropa frá vena cava inferior til arcus aorta.  Hvað heita æðarnar og hjartahlutarnir sem blóðdropinn fer um?
  5. Hvaða æðar flytja blóð frá hjarta til höfuðs og hvaða æðar flytja bóðið frá höfði til hjarta?
  6. Hvaða æðar mynda kransæðahringrásina?
  7. Fylgdu eftir leið blóðdropa
    1. Frá vena subclavia til arteriae coronariae
    2. Frá atrium dxt. til nýrnabláæðar
    3. Frá vena cava inferior til vena cava superior
    4. Frá ventriculus sin. til maga
  8. Hvað hjálpar til við að drífa bláæðablóð fótleggja til baka til hjartans á móti þyngdaraflinu?
  9. Lýstu því hvernig ósjálfráða taugakerfið stjórnar blóðþrýstingi með afturvirkum hætti.
  10. Hver eru áhrif adrenalíns á hjarta og æðar?