Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Líffæra- og lífeðlisfræði 103

 

 

 VEFJAFRÆÐIVERKEFNI (4. kafli)

 

  1. Skilgreindu hugtakið vefur (tissue)
  2. Hver eru helstu einkenni þekjuvefs (epithelium)?
  3. Á hverju byggir flokkun yfirborðsþekju? 
  4. Hver er munurinn á þekju sem klæðir öndunarveg og þekju húðarinnar? 
  5. Hvað nefnist þekjan sem klæðir þvagblöðruna innan og hvaða eiginleika hefur hún? 
  6. Hver er munurinn á útkirtli (exocrine gland) og innkirtli (endocrine gland)? 
  7. Hver eru megineinkenni stoðvefs (connective tissue)?
  8. Hvernig þræðir eru í millifrumuefni bandvefs?
  9. Hver er helsti munurinn á lausum og þéttum bandvef?
  10. Hvaða hlutverki gegnir fituvefur (adipose tissue) í líkamanum
  11. Í hvernig vef finnum við fibroblasta?
  12. Hvar er teygjanlegan bandvef finna í líkamanum?
  13. Hver eru helstu einkenni brjóskvefs?
  14. hvaða leyti er gulbrjósk (elastic cartilage) öðruvísi en glærbrjósk (hyaline cartilage)?
  15. Hverjar eru tvær mismunandi gerðir beinvefs?
  16. Hvað heitir millifrumuefnið í blóði?
  17. Hverjar eru 3 megingerðir blóðkorna?
  18. Hverjir eru þrír undirflokkar vöðvavefs?
  19. Hvaða hlutverki gegnir taugavefur í líkamanum?
  20. Hver er munurinn á staðsetningu slímhimna og háluhimna (mucous og serous membranes)?