Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL 103

 

Svör við verkefni úr 3. kafla

 

1.      1. leysikorn, 2. kjarni, 3. kornótt frymisnet (taktu eftir hvernig það tengist kjarnahýðinu),

      4. Golgi-  kerfi,  5. hvatberi, 6. slétt frymisnet.

 

2.      Þetta er Golgi-kerfið.  Það fullvinnur afurðir og pakkar þeim inn í blöðrur sem síðan fara út úr frumunni með útfrymun.  Það tekur meðal annars á móti próteinum frá kornótta frymisnetinu og fullvinnur þau.  Golgi-kerfið myndar líka leysikorn.

 

3.  Þetta er hvatberi.  Taktu eftir hvernig hvatberinn er gerður úr tvöföldu himnukerfi.  Innri

himnan er stærri en sú ytri og á litlu totunum sem örin bendir á eru ensím sem hvata efnahvörf öndunarefnaskiptanna (bruna).  Í öndunarefnaskiptum er fæðuefnum sundrað í návist súrefnis.   Við það losnar orka sem notuð er til að breyta ADP í ATP.  ATP er mjög orkurík sameind sem fruman sækir síðan alla sína orku í (t.d. við vöxt og hreyfingu)

 

4.      Aðal byggingarefni frumunnar er fosfólípíð (lípíð er annað nafn á fitu).  Fosfólípíðin mynda tvöfalt lag, þannig að vatnsfælinn hluti sameindanna snýr inn að miðju og vatnssækinn hluti myndar innra og ytra yfirborð.  Fosfólípíðin mynda laus tengsl sín á milli og er himnan því hálf fljótandi.  Kólesteról styrkir himnuna.  Í himnunni eru einnig ýmis prótein sem sjá um starfsemi hennar.  Próteinin mynda nokkurs konar mosaik mynstur í himnunni.

 

5.      Leysikorn eru blöðrur fullar af meltingarensímum sem eyða því sem þau komast í tæri við.  Ef leysikornin springa þá losna ensímin út í umfrymið og fruman leysist upp (autolysis).

 

6.      Valgegndræpi þýðir að efni komast misvel í gegnum himnuna.  Fituleysanleg efni komast auðveldlega í gegn, svo og litlar óhlaðnar agnir.  Eftir því sem efni eru stærri því ógreiðari leið eiga þau í gegnum himnuna.  Gegndræpi himnunnar er breytilegt frá einum tíma til annars og er sá breytileiki t.d. forsenda taugaboða og vöðvasamdráttar.

 

7.      Við flæði (diffusion) fara efnisagnir úr meiri efnisstyrk í minni án tilkostnaðar orku.  Þetta er krafturinn sem drífur t.d. súrefni úr lungnablöðrum yfir í blóðrás og næringarefni úr meltingarvegi í blóðrás.  Virkur flutningur er gagnstæður við flæði.  Þá fara efnisagnir úr minni styrk í meiri.  Virkur  flutningur er alltaf orkukræfur (orkan kemur við sundrun á ATP).

 

8.      Ef hreinu vatni væri sprautað í æð mundi blóðvökvinn þynnast og verða undirseltinn (hypótónískur).  Innanfrumuvökvi blóðkornanna yrði sem sagt saltari en umhverfið, vatn mundi leita inn í blóðkornin með osmósu og blóðkornin mundu tútna út.  Þetta gæti jafnvel endað með því að blóðkornin spryngju sem mundi að sjálfsögðu leiða til dauða.

 

9.      Við mítósu (jafnskiptingu) skiptist ein tvílitna móðurfruma í tvær nákvæmlega eins tvílitna dótturfrumur.  Mítósa gerist við vöxt og endurnýjun líkamsfrumna.

Við meiósu (rýriskiptingu) skiptist ein tvílitna kynmóðurfruma í tveim skiptingum í fjórar frumur (kynfrumur).  Við það fækkar litningum úr 46 í 23. 

Fyrsta myndin er af prófasa, önnur myndin af anafasa (taktu eftir hvernig litningar “ana” í sitthvora áttina.  Síðasta myndin er af telófasa, en þar klofnar fruman í tvennt,