Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL103

 

Svör við verkefni úr 13. kafla

 

  1. Hormón (vaki) er boðefni sem er myndað af innkirtilfrumum og berst með blóði að markvef þar sem það hefur áhrif.
  2. Innkirtlar er afrennslislausir kirtlar sem mynda hormón.  Hormónin fara út í blóðið.  Útkirtlar mynda efni sem fara eftir kirtilrásum og losna út á innra eða ytra yfirborð líkamans.
  3. Sterahormón eru fituleysanleg og fara því í gegnum frumuhimnur og bindast viðtökum í umfrymi.  Hormónið berst áfram inn í kjarna, þar sem það hefur áhrif á erfðaefnið og þar með próteinmyndun frumunnar.  Próteinhormón fara hins vegar ekki inn í frumur heldur bindast þau viðtökum á frumuyfirborði.  Sú binding virkjar ákveðinn millilið sem miðlar áhrifum hormónsins inni í frumunni.
  4. Undirstúka tengist framhluta heiladinguls með portæðakerfi (portæðar liggja milli tveggja háræðakerfa).  Undirstúka myndar ýmist losunar- eða hömluhormón (releasing- / inhibiting hormone) sem hefur áhrif á heiladingul sem myndar þá meira eða minna af tilkeknu heiladingulshormóni. 
  5. Þyroxín(T4)  er myndað af skjaldkirtli.  Myndun þess er háð undirstúku og heiladingli.  Heiladingull losar TSH (thyroid stimulating hormone / thyrotropin), fyrir tilstilli losunarþáttar frá undirstúku og örvar það skjaldkirtil til að framleiða þyroxín.  Þegar styrkur þyroxíns í blóði nær ákveðnum mörkum, þá fer af stað neikvæð afturvirkni (negative feedback) og bæði undirstúka og heiladingull draga úr starfsemi sinni, það letur skjaldkirtilinn og minna þyroxín er framleitt.
  6. Blóðsykri er stjórnað af hormónum sem briskirtill framleiðir.  Þegar blóðsykur hækkar eftir máltíð, eykst framlieðsla insúlíns.  Insúlín hefur margþætt áhrif sem öll vald því að blóðsykur lækkar (sjá glærur).  Þegar langt er um liðið frá síðustu máltíð lækkar blóðsykur og það veldur losun á glúkagoni sem hefur margvísleg áhrif sem samalagt valda því að blóðsykur hækkar aftur (sjá glærur).  Oft er talað um að insúlín sé hormón allsnægta, en glúkagon sé sultarhormón.

 

C, g, h, e, b, f, a, d