Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL103

 

Svör við verkefni úr 11. kafla

 

  1. Skyntaugafrumur frá skynfærum höfuðs, húðar og stoðkerfis tilheyra sjálfráða taugakerfinu.  Skynjunin er meðvituð.  Hreyfihluti sjálfráða taugakerfisins stjórna rákóttum vöðvu. Hjá sjálfráða taugakerfinu liggur ein hreyfitaugafruma frá mænu til vöðva, boðefnið sem losnar er alltaf acetykólín (taugarna eru kólínergar) og taugaboðin valda alltaf vöðvasamdrætti.   Skyntaugafrumur ósjálfráða taugakerfisins flytja boð frá innri líffærum (ómeðvituð skynjun) og hreyfitaugafrumurn flytja boð til innri líffæra, Tvær taugafrumur ná frá mænu til líffæris  og eru taugaboðin ýmist örvandi eða letjandi eftir því hvort um sympatísk eða parsympatísk boð er að ræða.

 

2. Sympatískar fyrirhnoðafrumur koma út úr brjóst- og lendarsvæði mænu (thoracolumbar svæði), þær eru stuttar, þær enda í sympatísku taugahnoði rétt utan við mænu (í semjustofni eða í prevertebral ganglion) og losa acetylkólín.  Sympatískar eftirhnoðafrumur eru langar og losa oftast noradrenalín.

Parasympatíska fyrirhnoðafrumur koma út úr heilastofni og spjaldsvæði mænu (craniosacral), þær eru langar, þær enda í parasympatísku taugahnoði rétt við líffæri og þær losa acetylkólin.  Parasympatíska eftirhnoðafrumur losa alltaf acetylkólín.

 

  1. Sympatíska taugakerfið er ríkjandi undir andlegu eða líkamlegu álagi.  Það  framkallar “fight or flight response”. Parasympatíska taugakerfið er orkusparandi og tengist hvíld og meltingu.

 

4.

·        S herðir á hjartslætti

·        S eykur slagkraft hjartans

·        P eykur myndun magasafa

·        P  eykur munnvatnsrennsli

·        S víkkar berkjur

·        S víkkar sjáaldur

·        P hægir á hjartslætti

·        P örvar hægðalosun og þvaglát

·        P örvar losun meltingarensíma frá briskirtli

·        S hækkar blóðsykur og blóðfitu

·        S veldur sáðláti

·        P veldur holdrisi hjá körlum

·        S örvar svitamyndun apocrine svitakirtla