Fjölbrautaskólinn við Ármúla

LOL103

 

Svör við verkefni úr 10. kafla

 

  1. Skynnemi tekur á móti áreiti og flytur boð til skyntaugafrumu sem flytur boðin um bakrót inn í afturhorn mænu.  Í gráa efni mænunnar eru millitaugafrumur sem sjá um úrvinnslu boða.  Millitaugafruma sendir boð til hreyfitaugafrumu sem fer út um framhorn mænu.  Hún endar á svara (vöðva eða kirtli).

 

  1. Fjórir meginhlutar heilans eru: Heilastofn (brain stem), milliheili (diencephalon), hjarni /hvelaheili (cerebrum) og hnykill (cerebellum).

 

  1. Háræðar í heila eru það þéttar að ýmis efni sem eru í blóði komast ekki út í heilavefinn.  Þetta kallast blóð-heila hemill (blood brain barrier).  Penicillin er eitt þessara efna og er það ástæðan fyrir því hve erfitt er að meðhöndla bakteríu heilahimnubólgu.

 

4. a. Í mænukylfu eru margar lífsnauðsynlegar taugastöðvar svo sem, hjartsláttarstöð (cardiac center), æðastillistöð (vasomotor center) og stjórnstöð öndunar.  Hér eru líka ýmsar viðbragðsstöðvar:

svo sem fyrir hnerra, hósta, uppköst, hiksta og sáðlát

 

b. Brú, eins og aðrir hlutar heilastofns, er mikilvæg tenging milli mænu og heila.  Brúin tekur líka þátt í stjórnun öndunar.

c. Auk þess að flytja boð á milli heila og mænu inniheldur miðheili kjarna sem taka þátt í sjón og heyrn

d. Öll skynboð sem koma frá mænu, heilastofni, hnykli og öðrum stöðvum og eru á leið upp í heilabörk fara í gegnum thalamus (stúku) og þar fá boðin greiningu.  Stúkan hefur líka með meðvitund og vitsmunalega starfsemi að gera.

e. Undirstúkan hefur marga kjarna.  Hún stjórnar ósjálfráða taugakerfinu og heiladingli.  Hún mótar tilfinningar og hegðun. Hún inniheldur stjórnstöðvar svengdar, mettunar og þorsta.  Undirstúkan stjórnar dægursveiflum og meðvitundarástandi.

f. Dreifin (formatio reticularis) viðheldur vökuástandi og hjálpar til við að viðhalda vöðvatónus

e. Hnykillinn (cerebellum) hjálpar til viðhalda líkamsstöðu, framkævma fínhreyfingar og samhæfa hreyfingar auk þess að halda jafnvægi.

 

5.  Á blaðsíður 262 er mynd af heila þar sem svæðin eru nefnd  (á ensku):

sjón er á hnakkablaði = primary visual area

heyrn er á gagnaugablaði = primary auditory area

lykt er innan á gagnaugablaði og svæðið sést því ekki á myndinni

bragð er neðarlega á hvirfilblaði, rétt aftan við miðjuskor = gustatory area

viljastýrðar hreyfingar eru á ennisblaði, líkaminn er kortlagður á fellingunni framan við

miðjuskor (central sulcus) = primary motor are

skynjun húðar er á hvirfilblaði, likaminn er kortlagður á fellingunni aftan við miðjuskor  =

primary somatosensory area

málsvæði er neðarlega og aftarlega á ennisblaði = Brocca´s area

 

6.

·        Heili og mæna tilheyra miðtaugakerfi, en heila- og mænutaugar tilheyra  úttaugakerfi

 

 

 

 

 

 

 

 

  1.