Orðabók háskólans

 

Vefrall um Orðabók háskólans, gert í janúar 2004. Það er hugsað fyrir nemendur í ÍSL 103. Höfundur er Eiríkur Brynjólfsson.

Bláa merkið hér til hliðar er merki Orðabókar háskólans. Smelltu á merkið til að komast inn á vef Orðabókarinnar. Þar finnur þú svör við spurningunum sem koma hér á eftir. Svörunum áttu að skila í tölvupósti til kennara þíns.

1. Hver er forstöðumaður Orðabókar háskólans?

 2. Orðabók háskólans hefur gefið út nokkur rit. Eitt þeirra er Íslensk orðsifjabók. Um hvað er Íslensk orðsifjabók og eftir hvern er hún?

 3. Hvert var orð vikunnar 6. til 12. maí 2002?

 4. Flettu upp á orðinu gemsi í Orðasafni orðabókarinnar. Hvert er elsta dæmið um orðið? Úr hvaða riti er það, eftir hvern og hvenær kom ritið út?

 5. Hvað eru mörg orð í orðasafninu?

 6. Í ritmálssafni orðabókarinnar eru aðallega dæmi úr prentuðum bókum. Hver er elsta bókin sem hefur verið orðtekin og hvenær kom hún út?

7. Til hvaða dags, árs og atburðar má rekja upphaf Orðabókar háskólans?

8. Hver var formaður stjórnar Orðabókarinnar frá upphafi og til ársins 1964?

9. Hvenær er þátturinn Íslenskt mál í útvarpi og á hvaða stöð?

10. Í þættinum Íslenskt mál 8. nóvember 2003 var fjallað um samheiti orðsins pönnukaka. Nefndu fjögur samheitanna.

11. Hvað eru margir starfsmenn á Orðabók háskólans?

12. Hvert er veffang Orðabókar háskólans?

13. Til eru margar orðabækur og orðasöfn sem varða íslensku. Hvað eru þær margar miðað við upplýsingar á vef Orðabókarinnar?

14. Hvað eru orðstöðulyklar?

15. Hvaða rit eru aðgengileg á Orðabók háskólans með orðstöðulyklum?

16. Í hvaða Passíusálmi Hallgríms Péturssonar kemur fyrir orðið óhlýðnisgjald?

17. Hinn 14.maí 1997 birtist í Morgunblaðinu könnun um fíkniefnanotkun nemenda í 10. bekk. Hve stór hluti nemendanna hafði prófað hass og hver gerði umrædda könnun?

18. Flettu er upp á orðinu úlfaldi í gagnasafni orðabókarinnar. Þar stendur: ,,Dæmi í ritmálssafni frá 16m-20s." Frá hvaða tíma eru dæmin um þetta orð?

19. Flettu upp orðinu sími í gagnasafninu. Finndu dæmi númer 29. Úr hvaða riti er það dæmi, hver er höfundur þess og hvenær koma það út?

20. Í gegnum vef Orðabókar háskólans er hægt að komast inn á norræna orðabókarvefi. Meðal annars Ordbog til det ældre danske sprog (1300-1700) eftir Otto Kalkar. Í þeirri bók eru tvö orð sem byrja á Isl. Hver eru orðin, á hvaða blaðsíðu og í hvaða hefti orðabókarinnar eru þau?