Menntaský Flutningur í Menntaský 18.-21. febrúar 2022 Föstudaginn 18. febrúar mun Fjölbrautaskólinn við Ármúla flytja Microsoft skýjageira sinn yfir í Menntaský. Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu. Innleiðing á þessu verkefni hefst kl. 16:00 föstudaginn 18. febrúar og verður lokið á mánudaginn 21. febrúar. NOTENDUR ATHUGIÐ: Föstudaginn 18. febrúar klukkan 16:00 verður lokað á innskráningar notenda á FÁ aðganga. Þegar þið skráið ykkur inn í Menntaskýið í fyrsta skipti eftir innleiðinguna þurfið þið að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að skrá ykkur inn í Teams/Outlook o.s.frv. getið þið notað vefútgáfurnar af forritunum á www.office.com Einnig verður virkjuð tveggja þátta auðkenning notenda yfir helgina, sjá nánar í ofangreindum leiðbeiningum. Mikilvæg forvinna er að allir notendur (bæði kennarar og nemendur) prófi frá og með seinni parts sunnudagsins 20. febrúar að skrá sig inn á Menntaskýið. Þannig er hægt að lágmarka fjölda þeirra notenda sem þarf að veita notendaaðstoð. Frá og með mánudeginum 21. febrúar geta dagskólanemendur og starfsmenn fengið aðstoð í Þjónustuveri skólans og fjarnemendur í gegnum síma. Það er von okkar að verkefnið gangi vel.
Mikilvægir tenglar: Leiðbeiningar um tveggja þátta auðkenningu frá Menntaskýi.
|