Description: Description: Description: Description: Description: Description: Description: Description: Description: Description: Description: FA

Íslenska 873

 

ÍSLE3LG05 Lestur góðra bóka

 

Kennari: Regína Unnur Margrétardóttir

 

Lestur og fróðleikur um skemmtilegar bækur

 

Vorönn 2021

 

Bók vikunnar, fróðlegir og skemmtilegir útvarpsþættir um úrvalsbækur

 

Íslenska kanónan 2014

 

Bókmenntir.is

 

Bókmenntaborgin Reykjavík

 

 

Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem vilja lesa sér til ánægju og þroska. Tilgangurinn er að kynnast fjölbreyttu úrvali þekktra bóka.

Kennslustundir eru ekki í stundatöflu. Námið fer fram í einkaviðtölum og þurfa nemendur að mæla sér mót við kennara hverju sinni með hæfilegum fyrirvara, að lágmarki eins dags. Hver nemandi velur sex verk af meðfylgjandi bókalista í samráði við kennara. Ein skáldsaga má vera þýdd. Heildarblaðsíðufjöldi bókanna 6 má ekki vera undir 1200 blaðsíðum. Nemendur eiga að lesa jafnt og þétt alla önnina og einungis má gera grein fyrir einni bók í einu. Bannað er að gera grein fyrir bókum sem nemandi hefur lesið sem kjörbók í öðrum áfanga eða eru kenndir í öðrum áföngum skólans.

Þegar lestri hverrar bókar er lokið sendir  nemandi kennara tölvupóst og pantar tíma og gerir síðan grein fyrir því sem hann hefur lesið og gefur um leið upp nafn næstu sögu og pantar nýjan tíma. Nemendur mega að taka með sér punkta um efni bókar og eiga þeir að vera í samræmi við verkefnablað sem er að finna hér á síðunni og áfangalýsingu í námskrá skólans.

Nemendur ættu að vera búnir að gera grein fyrir fyrstu bók kringum 10. september en fyrir miðja önn (20. október ) verða nemendur að hafa lesið og gert grein fyrir 3 - 4 bókum. Áfanganum lýkur 30.apríl.  Þá eiga 6 bækur að vera lesnar og búið að gera grein fyrir þeim. Ef þessum skilmálum er ekki framfylgt þá fellur viðkomandi nemandi í áfanganum.

Einkunnir í áfanganum eru á skalanum 1 -10. Námsmat byggir á framsögn, skipulagi og leikni við að segja frá efni bókanna og einnig á því hvort framvinda lestrarins er í samræmi við reglur áfangans um skil.

Nemendur eiga að gera grein fyrir bók á hálfsmánaðar fresti.

Einungis er hægt að gera grein fyrir einni bók í einu.

Nemendur geta mælt sér mót við kennara með tölvupósti í fyrsta viðtal. Netfangið er regina@fa.is, skoðið svo staðfestingu.

Tímar til segja frá bók eru á stundatöflu nemenda:

Kennari er til viðtals um efni áfangans í kennslustofu fyrstu viku annarinnar.

 

 

Um skáldsögu

 

Markmið:

 

·       Að geta tjáð sig munnlega á greinargóðu og blæbrigðaríku máli um efni bókar

 

·       Að geta sett saman munnlega greinargerð um skáldsögu á lipran hátt

 

Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar gera á grein fyrir skáldsögu, fyllið út og takið með þegar gerð er grein fyrir sögunni

 

 

  • Segðu stutt deili á höfundi

 

  • Hvað heitir bókin og hvenær var hún skrifuð?

 

  • Hvar og hvenær gerist sagan?

 

  • Hver segir söguna?

 

  • Söguþráður - meginefni

 

  • Hvað einkennir mannlíf og samfélag í sögunni?

 

  • Hver er meginatburður sögunnar?

 

  • Minnisstæðar persónur og atvik?

 

  • Einhver sérstök stíleinkenni?

 

  • Má draga lærdóm af sögunni?

 

 

Bókalista er að finna á moodle í áfanganum ÍSLE3LG05_RUM.